Um Alvogen

Alvogen á Íslandi

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 20 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 1.700 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Starfsemin byggir á traustum grunni og dótturfélög Alvogen eiga sér langa sögu. Róbert Wessman er forstjóri og stjórnarformaður Alvogen og stór hluti af alþjóðlegum lykilstjórnendum samstæðunnar eru Íslendingar.

Heildarfjöldi starfsmanna
1.700

Fyrirspurnir um vörur eða þjónustu

Tengiliðir

Guðrún Ýr Gunnarsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI

Sími: 522 2990
Netfang: Gudrun.Gunnarsdottir@alvogen.com

Ásta Friðriksdóttir
Markaðsstjóri

Sími: 422 4840
Netfang: Asta.Fridriksdottir@alvogen.com

Höfuðstöðvar

Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og skrifstofur félagsins eru að Smáratorgi 3, Kópavogi. Skipta má starfsemi fyrirtækisins á Íslandi í þrennt:

  • Evrópskar höfuðstöðvar Alvogen þar sem margir af helstu stjórnendum samstæðunnar starfa, auk annarra sem veita ýmsa þjónustu fyrir markaðssvæði félagsins
  • Hátæknisetur – þróun og framleiðsla líftæknilyfja hjá systurfélagi Alvogen, Alvotech
  • Markaðssetning og skráningar lyfja ásamt fleiru sem tengist góðri heilsu á Íslandi

Alvogen hefur um 200 lyfjaverkefni í þróun og skráningum fyrir alþjóðlega markaði og undirbýr nú markaðsssetningu fjölmargra lyfja á Íslandi.

Alvogen í öðrum löndum

Helstu markaðir Alvogen utan Bandaríkjanna eru Kína, Suður-Kórea og Taiwan. Rekstrartekjur Alvogen koma að stærstum hluta frá félögum með langa rekstrarsögu og má þar nefna Norwich Pharmaceuticals í Bandaríkjunum, Kunwha í Suður-Kóreu, og Lotus í Taiwan. Aðrar tekjur koma frá starfsemi Alvogen sem byggð hefur verið frá grunni á fjölmörgum mörkuðum félagsins.

Alþjóðleg starfsemi Alvogen