Fyrirtækið á Íslandi

Gæði og áreiðanleiki

 Alvogen er lyfjafyrirtæki á Íslandi sem selur lyf, lækningatæki og aðrar heilsutengdar vörur. Fyrirtækið hóf sölu sína á lyfjum á Íslandi árið 2014, eftir að hafa keypt lyfjafyrirtækið Portfarma sem hafði verið starfrækt frá árinu 2005 og markaðssett um 50 lyf ásamt ýmsum heilsutengdum vörum. Í dag er Alvogen með á markaði um 100 lyf á Íslandi sem eru ýmist framleidd fyrir Alvogen eða Alvogen er umboðsaðili fyrir. Fyrirtækið markaðssetur einnig yfir 200 heilsutengdar vörur sem eru seldar í öllum helstu apótekum landsins.

Fyrirtækið

Alþjóðlegt lyfjafyrirtæki

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem leggur áherslu á þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja og lausasölulyfja um allan heim. Markmið félagsins er að bjóða hágæða lyf á lægra verði og draga þannig úr kostnaði í heilbrigðisstarfsemi.

Samfélag

Við gerum heiminn að betri stað fyrir börn

Starfsmenn Alvogen um allan heim eiga það sameiginlega markmið að vilja gera heiminn að betri stað fyrir börn. Í gegnum góðgerðarsjóð Alvogen, Better Planet, eigum við í samstarfi við fjölmörg góðgerða- og styrktarsamtök á mörkuðum félagsins.

Samfelld vöktun

Lyfjagát

Markmið okkar er að tryggja að stöðugt sé fylgst með ávinningi og áhættu lyfjameðferða og að upplýsingar séu aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila, heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga. Alvogen heldur utanum lyfjagátarkerfi og safnar upplýsingum um sérhverja vöru.