Samfélagsleg verkefni

Starfsmenn Alvogen um allan heim eiga það sameiginlega markmið að vilja gera heiminn að betri stað fyrir börn. Í gegnum góðgerðarsjóð Alvogen, Better Planet, eigum við í samstarfi við fjölmörg góðgerða- og styrktarsamtök á mörkuðum félagsins. Starfsmenn Alvogen um allan heim taka höndum saman einu sinni á ári og selja armbönd til vina og samstarfsaðila þar sem andvirðið rennur í sjóð Better Planet.

Starfsmenn sem taka þátt
2.800
  • Bætum lífskjör barna
    Alvogen vinnur náið með UNICEF og Rauða Krossinum í menntunarverkefnum samtakanna í Madagascar og Sierra Leone í Afríku. Fyrir tilstuðlan Alvogen hafa hundruðir ungmenna í Madagascar útskrifast úr Verkmenntaskóla og ungar stúlkur öðlast ný tækifæri til menntunar í Madagascar.
  • Neyðarhjálp
    Alvogen hefur látið til sín taka í ýmsum neyðarverkefnum og hefur styrkt umfangsmikil neyðarverkefni UNICEF og Rauða Krossins í Sómalíu og á Sahel svæðinu í Afríku.
  • Ýmis verkefni
    Alvogen styður fjölmörg verkefni á mörkuðum Alvogen sem snúa að betri heilsu og bættum lífskjörum og framtíð ungmenna.