Wortie - Meðferð við vörtum og fótvörtum
Wortie Freeze frystipenni
Wortie Freeze er einfaldur frystipenni ætlaður til meðferðar á vörtum og fótvörtum.
- Einfaldur í notkun.
- Enginn skaði á heilbrigðri húð.
- Í flestum tilfellum er ein meðferð nóg.
- Hentar fyrir börn frá 4 ára aldri.
Brúsinn inniheldur 50 ml af dímetýl eter (DME). DME er gas sem kælir málmoddinn þegar það er losað en málmoddurinn leiðir kuldann í vörtuna.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR:
- Leggið Wortie upprétt á láréttan flöt og fjarlægið lokið.
- Setjið lokið aftur á þannig að örin á lokinu mæti frysti tákninu á brúsanum.
- Þrýstið lokinu niður í 3 sekúndur. Hljóð heyrist (hiss) sem þýðir að tækið er nú tilbúið til notkunar.
- Fjarlægið lokið og leggið frosna málmoddinn beint á vörtuna.
- Fyrir vörtur skal halda málmoddinum á vörtunni í 20 sekúndur. Fyrir fótvörtur skal halda málmoddinum að vörtunni í 40 sekúndur.
- Eftir hverja notkun skal þrífa málmoddinn með bómullarhnoðra vættum með alkóhóli.
- Ef frysta þarf margar vörtur skal leyfa málmoddinum að ná stofuhita milli meðferða, það tekur um 5 mínútur.
Eftir 10-14 daga minnkar vartan eða dettur af og heilbrigð húð kemur í ljós. Ef vartan hverfur ekki má endurtaka meðferð eftir 14 daga. ATHUGIÐ: minnst 14 dagar þurfa að líða á milli meðferða og ekki má meðhöndla oftar en þrisvar.
Einstök nákvæmni málmodds
Ummerki eftir Wortie frystipennan eru lágmörkuð vegna nákvæmni málmoddsins. Fyrir vikið veldur Wortie ekki skaða á heilbrigðri húð umhverfsins vörtuna líkt og margar aðrar meðferðir gera.