Aðrar vörur

Windi Bossaventill

Einföld lausn á erfiðum vanda!

Windi bossaventillinn hjálpar ungabörnum að losna við loft og vinnur þannig gegn ungbarnakveisu, uppþembu, vindverkjum og hægðatregðu.

Windi er holur plastventill með rúnuðum legg sem notast á svipaðan hátt og endaþarmshitamælir. Á ventlinum er brún sem stjórnar því hve langt leggurinn fer inn. Því er engin hætta á að Windi skaði barnið eða valdi því óþægindum.

Aðferðin hefur lengi verið þekkt innan heilbrigðisgeirans en Windi er fyrsta tækið sem er hannað fyrir foreldra til notkunar heima við.

Leiðbeiningar:

  1. Nuddið kvið ungabarnsins, best er að nudda hvora hlið fyrir sig. Byrjið efst og strjúkið mjúklega niður í átt að bossanum. Endurtakið þrisvar á hvorri hlið.
  2. Setjið olíu eða feitt krem á ventilinn.
  3. Lyftið fótum barnsins og hafið þvottapoka eða klút tilbúinn við hendina.
  4. Komið ventlinum fyrir í endaþarmsopinu (líkt og hitamæli). Yfirleitt heyrist smá hvæs eftir nokkrar sekúndur þegar barnið losnar við loftið. Ef það gerist ekki skal fjarlægja ventilinn og endurtaka ferlið eftir nokkrar mínútur. Eftir meðferð skal fjarlægja ventil úr endaþarmsopi og henda ventlinum. Endurnotkun á sama ventlinum getur aukið hættu á sýkingu.

Windi má nota allt að 3x á sólarhring. Sundum þarf fleiri en eina tilraun með nokkra mínútna millibili til að ná tilætluðum árangri. Það telst vera eitt og sama skiptið og má þá nota sama ventil.

Varnarorð:

Ekki skilja ventilinn eftir í endaþarmi barnsins. Ef þú finnur fyrir einhverri mótstöðu, taktu ventilinn úr. Hafðu samband við lækni ef þú sérð roða, ertingu eða blæðingu fyrir, á meðan eða eftir notkun Windi.

Windi er lækningatæki - virkni staðfest með klínískum rannsóknum.

Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi.

Fæst í apótekum.