Aðrar vörur

Windi Bossaventill

Windi lækningatækið hjálpar ungabörnum að losna við loft og vinnur þannig gegn ungbarnakveisu, uppþembu, vindverkjum og hægðatregðu.

Windi er holur plastventill með rúnuðum legg sem notast á svipaðan hátt og endaþarmshitamælir. Á ventlinum er brún sem stjórnar því hve langt leggurinn fer inn. Því er engin hætta á að Windi skaði barnið eða valdi því óþægindum.

Aðferðin hefur lengi verið þekkt innan heilbrigðisgeirans en Windi er fyrsta tækið sem er hannað fyrir foreldra til notkunar heima við.

Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi.

Fæst í apótekum.