Aðrar vörur
Windi Bossaventill
Einföld lausn á erfiðum vanda!
Náttúruleg og einföld lausn við magakrampa og lofti. Windi er sérstaklega hannað til að hjálpa ungbörnum að losa loft á öruggan hátt. Windi virkar hratt og krefst ekki inntöku dropa eða lyfja.
Windi er hannað til að vera öruggt og áhrifaríkt. Bossaventillinn er mjúkur, sveigjanlegur, holur ventill með rúnnuðum enda sem notast á svipaðan hátt og endaþarmshitamælir. Á ventlinum er brún sem stjórnar því hve langt endinn fer inn í endaþarm, því er engin hætta á að Windi skaði barnið eða valdi óþægindum ef farið er eftir leiðbeiningum.
Ventlarnir eru einnota og fyrir börn 0 ára og eldri.
BPA og latex frítt.
Hver pakki inniheldur 10 einnota bossaventla
Margir foreldrar upplifa að börn þeirra eigi í vandræðum með að losa loft á fyrstu mánuðum ævinnar. Ástæðan er sú að ung börn eru með óþroskað þarmakerfi. Afleiðingin er uppþembdur magi sem getur valdið óþægindum og jafnvel magakrampa.
Leiðbeiningar:
- Nuddið kvið ungabarnsins, best er að nudda hvora hlið fyrir sig. Byrjið efst og strjúkið mjúklega niður í átt að bossanum. Endurtakið þrisvar á hvorri hlið.
- Setjið olíu eða feitt krem á ventilinn.
- Lyftið fótum barnsins og hafið þvottapoka eða klút tilbúinn við hendina.
- Komið ventlinum fyrir í endaþarmsopinu (líkt og hitamæli). Yfirleitt heyrist smá hvæs eftir nokkrar sekúndur þegar barnið losnar við loftið. Ef það gerist ekki skal fjarlægja ventilinn og endurtaka ferlið eftir nokkrar mínútur.
Eftir meðferð skal fjarlægja ventilinn úr endaþarmsopi og henda. Endurnotkun á sama ventlinum getur aukið hættu á sýkingu.
Windi má nota allt að 3x á sólarhring. Sundum þarf fleiri en eina tilraun með nokkurra mínútna millibili til að ná tilætluðum árangri. Það telst vera eitt og sama skiptið og má þá nota sama ventilinn.
Varnarorð:
Ekki skilja ventilinn eftir í endaþarmi barnsins. Ef þú finnur fyrir einhverri mótstöðu, taktu ventilinn út. Hafðu samband við lækni ef þú sérð roða, ertingu eða blæðingu fyrir, á meðan eða eftir notkun Windi.
Windi er lækningatæki - virkni staðfest með klínískum rannsóknum.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
WIN.001.05