Virofob

Virofob inniheldur virka efnið tenófóvír tvísóproxíl. Tenófóvír tvísóproxíl súkkinat er súkkinatsalt forlyfsins tenófóvír tvísóproxíl. Tenófóvír tvísóproxíl frásogast og umbrotnar í virka efnið tenófóvír, sem er núkleósíð einfosfat hliðstæða (núkleótíð). Tenófóvír umbrotnar síðan í virka umbrotsefnið tenófóvír tvífosfat, sem er nauðbundið og kemur í veg fyrir lengingu keðjunnar.

Þetta virka efni er lyf gegn retróveirum eða veiruhamlandi lyf sem notað er til meðferðar við HIV eða HBV sýkingu, eða hvoru tveggja. Tenófóvír er núkleótíða bakritahemill, almennt þekktur sem NRTI-lyf og það verkar með því að hamla eðlilegri starfsemi ensíma (við HIV bakrita; við lifrarbólgu B DNA fjölliðunarensím) sem veirur þurfa nauðsynlega á að halda til þess að geta fjölgað sér. Fyrir HIV ber ávallt að nota Virofob í samsettri meðferð með öðrum lyfjum við HIV-sýkingu.

Ábendingar:

HIV-1 sýking

  • Virofob 245 mg filmuhúðaðar töflur eru ætlaðar ásamt öðrum lyfjum gegn retróveirum til meðferðar á fullorðnum einstaklingum, sem eru sýktir af HIV1.
  • Virofob 245 mg filmuhúðaðar töflur eru einnig ætlaðar til meðferðar á unglingum sem eru sýktir af HIV-1 og með ónæmi gegn NRTI eða eiturverkanir sem koma í veg fyrir notkun lyfja sem eru fyrsti valkostur, á aldrinum 12 til <18 ára.
  • Valið á Virofob til að meðhöndla HIV-1 sýkta sjúklinga sem hafa fengið meðferð með andretróveirulyfjum áður skal byggt á veirunæmisprófum og/eða meðferðarsögu hvers sjúklings fyrir sig.

Sýking af völdum lifrarbólgu B

Virofob 245 mg filmuhúðaðar töflur eru ætlaðar sem meðferð við langvinnri lifrarbólgu B hjá fullorðnum sjúklingum með:

  • lifrarsjúkdóm í jafnvægi ásamt merkjum um virka veirufjölgun, með viðvarandi hækkun á gildum alanín amínótransferasa (ALAT) í sermi og vefjafræðileg einkenni um virka bólgu og/eða bandvefsaukningu.
  • merki um lifrarbólguveiru B, ónæma fyrir lamívúdíni.
  • lifrarsjúkdóm með lifrarbilun.

Virofob 245 mg filmuhúðaðar töflur eru gefnar sem meðferð við langvinnri lifrarbólgu B hjá unglingum á aldrinum 12 til <18 ára með:

  • lifrarsjúkdóm í jafnvægi og merki um virkan sjúkdóm í ónæmiskerfi, þ.e. virka veirufjölgun ogviðvarandi hækkun á ALAT gildum í sermi, eða vefjafræðileg einkenni um miðlungsmikla eða verulega bólgu og/eða bandvefsaukningu. Hvað varðar ákvörðun um að hefja meðferð hjá börnum.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Markaðsleyfishafi: Zentiva, k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J05AF - Veirusýkingalyf til altækri notkunar; núkleósíða og núkleótíða bakritahemlar
Virkt innihaldsefni
Tenófóvír dísóproxíl
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
245 mg
Magn
30 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VIR.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
470315245 mg30 stk.