Venlafaxine Alvogen

Venlafaxine Alvogen inniheldur virka efnið venlafaxín. Venlafaxine Alvogen er þunglyndislyf sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast serótónín- og noradrenalín-endurupptökuhemlar. Þessi flokkur lyfja er notaður til meðferðar við þunglyndi og félagskvíðaröskun. Talið er að fólk sem haldið er þunglyndi og/eða kvíða hafi minna magn af serótóníni og noradrenalíni í heilanum. Það er ekki alveg vitað hvernig þunglyndislyf verka en þau geta hjálpað með því að auka magn serótóníns og noradrenalíns í heilanum.

Verkunarháttur venlafaxíns við þunglyndi hjá mönnum er talinn tengjast eflingu boðefnavirkni í miðtaugakerfinu. Forklínískar rannsóknir hafa sýnt að venlafaxín og aðalumbrotsefni þess, O-desmetýlvenlafaxín (ODV), hindra endurupptöku serótóníns og noradrenalíns. Venlafaxín hefur einnig væg hindrandi áhrif á upptöku dópamíns. Venlafaxín og virkt umbrotsefni þess draga úr svörun ß-adrenvirkra viðtaka bæði eftir bráða (stakur skammtur) og langvarandi lyfjagjöf. Venlafaxín og ODV eru mjög svipuð hvað varðar heildarvirkni þeirra á endurupptöku boðefna og viðtakabindingu.

Venlafaxín hefur ekki hindrandi áhrif á mónóamínoxidasa (MAO).

Ábendingar:

  • Meðferð við alvarlegum þunglyndislotum.
  • Til að koma í veg fyrir endurteknar alvarlegar þunglyndislotur.
  • Meðferð við félagskvíðaröskun.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna .
  • Samhliða meðferð með óafturkræfum MAO-hemlum er frábending vegna hættu á seretónínheilkenni með einkennum svo sem æsingi, skjálfta og ofurhita. Ekki má hefja meðferð með venlafaxíni fyrr en a.m.k. 14 dögum eftir að meðferð með óafturkræfum MAO-hemli var hætt.
  • Meðferð með venlafaxíni þarf að hætta a.m.k. 7 dögum áður en meðferð með óafturkræfum MAOhemli er hafin.

Markaðsleyfishafi: Alvogen

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N06AX - Önnur þunglyndislyf
Virkt innihaldsefni
Venlafaxín
Lyfjaform
Forðahylki
Styrkleiki
75, 150 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VEN.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
10367875 mg100 stk.
052467150 mg100 stk.