Solifenacin Alvogen

Solifenacin Alvogen inniheldur virka efnið sólífenacín. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast andkólínvirk lyf. Þessi lyf eru notuð til að draga úr virkni ofvirkrar þvagblöðru. Það gerir mögulegt að bíða lengur áður en þarf að tæma þvagblöðruna og eykur magn þvags sem þvagblaðran getur haldið í sér. Sólifenasín er sértækur samkeppnishemill kólínvirkra-viðtaka.

Þvagblaðran er ítauguð (innervated) af parasympatískum kólínvirkum taugum. Asetýlkólín miðlar samdrætti slétta tæmisvöðvans (detrusor) í gegnum múskarín-viðtaka, þar sem aðallega M3 undirgerðin er ráðandi. Lyfjafræðilegar rannsóknir í in vitro og in vivo gefa til kynna að sólifenasín sé samkeppnishemill M3 undirtegundar múskarín-viðtakans. Að auki, hefur verið sýnt fram á að sólifenasín er sértækur múskarín-viðtakahemill, þar sem það sýndi litla eða enga sækni í ýmsa aðra viðtaka og jónagöng sem rannsökuð voru.

Ábendingar:

  • Solifenacin Alvogen er ætlað fullorðnum til meðferðar á einkennum bráðs þvagleka og/eða tíðum þvaglátum ásamt bráðri þvaglátaþörf, sem koma fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru.

Frábendingar:

  • Ekki má nota sólifenasín hjá sjúklingum með þvagteppu, alvarlegan sjúkdóm í meltingarfærum (þ.m.t. eitrunarrisaristil [toxic megacolon]), vöðvaslensfár eða þrönghornsgláku og sjúklingum sem eru í hættu á að fá þessa sjúkdóma.
  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Sjúklingar sem eru í blóðskilun
  • Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi
  • Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða í meðallagi skerta lifrarstarfsemi sem eru í meðferð með öflugum CYP3A4-hemli, t.d. ketókónazóli

Markaðsleyfishafi: Alvogen

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
G04BD - Þvagfæralyf, lyf við tíðum þvaglátum og þvagleka
Virkt innihaldsefni
Sólífenacín
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
5, 10 mg
Magn
30, 90 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

SOL.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1074645 mg30 stk.
0758655 mg90 stk.
10295210 mg90 stk.