Sitagliptin Zentiva

Sitagliptin Zentiva inniheldur virka efnið sitagliptín sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast DPP-4 hemlar (dipeptílpeptíðasa 4 hemlar) og lækka blóðsykursgildi hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2.

Ábendingar: 

Sitagliptin Zentiva er ætlað til að bæta stjórnun á blóðsykri hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2:

Sem einlyfjameðferð hjá sjúklingum þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun eingöngu og hjá þeim þar sem metformín er ónothæft vegna frábendinga eða óþols.

Sem samsett tveggja lyfja meðferð til inntöku, samhliða:

  • metformíni þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun auk meðferðar með metformíni eingöngu.
  • súlfonýlúrealyfi þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun auk meðferðar með stærsta mögulega skammti af súlfonýlúrealyfi eingöngu, og metformín er ónothæft vegna frábendinga eða óþols.
  • efnum sem örva sértæka kjarnaviðtaka (peroxisome proliferator-activated receptor gamma, (PPAR örvar)) (þ.e. thiazolidíndíón lyf) þegar notkun á PPAR-γ örva er viðeigandi og ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun auk meðferðar með PPAR-γ örva eingöngu.

Sem samsett þriggja lyfja meðferð til inntöku, samhliða:

  • súlfonýlúrealyfi og metformíni þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun auk tvíþættrar meðferðar með þessum lyfjum.
  • PPAR-γ örva og metformíni, þegar notkun á PPAR-γ örva er viðeigandi og þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun auk meðferðar með báðum þessum lyfjum.

Einnig má nota Sitagliptin Zentiva sem viðbótarmeðferð með insúlíni (með eða án metformíns) þegar mataræði og líkamsþjálfun auk stöðugs skammts af insúlíni leiðir ekki til viðunandi stjórnunar á blóðsykri.

Frábendingar: 

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna, sjá nánar SmPC texta

Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
A10BH - Dípeptidýl peptidasa 4 (DPP-4)) hemlar
Virkt innihaldsefni
Sitagliptinum INN hýdróklóríð
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
25/50/100
Magn
28 stk. og 98 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

SIT.R.2023.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
46561825 mg98 stk.
17786250 mg98 stk.
477490100 mg28 stk.
127921100 mg98 stk.