Ropinirole Alvogen

Virka efnið í Ropinirole Alvogen er rópíníról, sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast dópamínvirk lyf. Dópamínvirk lyf verka á heilann á sambærilegan hátt og náttúrulegt efni sem kallast dópamín. Parkinsons-sjúkdómur lýsir sér í skorti á dópamíni í nigrostríatalkerfinu. Rópíníról er D2/D3 dópamínviðtakaörvi, með byggingu ólíka ergólíni (non-ergoline), sem minnkar þennan skort með því að örva dópamínviðtaka í rákakjarna (striatum). Rópíníról verkar í undirstúku og heiladingli með því að hindra losun prólaktíns.

Ábendingar:

Meðferð á Parkinsons-sjúkdómi við eftirfarandi aðstæður:

  • Sem upphafsmeðferð er lyfið gefið eitt sér til að seinka þörf á að hefja levódópameðferð.
  • Sem samsett meðferð ásamt levódópa á síðari stigum sjúkdómsins þegar áhrif levódópa minnka eða breytast og sveiflukennd áhrif koma fram (“end of dose” eða “on-off” sveiflur).

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun <30 mL/mín.) án reglulegrar blóðskilunar
  • Skert lifrarstarfsemi

Markaðsleyfishafi: Alvogen

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N04BC- Lyf sem örva dópamínviðtaka
Virkt innihaldsefni
Rópíníról
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
2, 4, 8 mg
Magn
84 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

ROP.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
3797962 mg84 stk.
3821624 mg84 stk.
0947578 mg84 stk.