Reseligo

Reseligo inniheldur virka efnið góserelín sem er samtengd hliðstæða náttúrulegs hormóns sem hamlar testósterónframleiðslu hjá körlum og estradíólsframleiðslu hjá konum. Lyfið er notað til að meðhöndla krabbamein í blöðruhálskirtli. Góserelín lækkar styrk testósteróns í blóði hjá körlum, alveg niður í vönunarmörk og heldur þeim þar svo fremi sem 3,6 mg eru gefin á 28 daga fresti eða 10,8 mg á 12 vikna fresti. Þessi hömlun leiðir til minnkunar æxla í blöðruhálskirtli og bætingar á einkennum hjá meirihluta sjúklinga.

Góserelín minnkar styrk estradíóls í blóði kvenna. Ef 3,6 mg af lyfinu er gefið á fjögurra vikna fresti er estradíól þéttni hjá konum svipuð og hjá konum eftir tíðahvörf. Lyfið er notað við langt gengnu brjóstakrabbameini, sléttvöðvahnútum í legi, til þynningar á legslímhúð og til að slá á einkenni legslímuvillu hjá konum. Þá er lyfið notað sem formeðferð í glasafrjóvgun þar sem bæling verður á myndun eggbúa í eggjastokkum.

Ábending:

  • Meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli við eftirfarandi aðstæður: - Sem meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli með meinvörpum, þar sem goserelín hefur sýnt sambærilega lifun og vönun með skurðaðgerð. - Sem meðferð við staðbundnu langt gengnu krabbameini í blöðruhálskirtli sem valkostur við vönun með skurðaðgerð, þar sem goserelín hefur sýnt sambærilega lifun og andandrógen-lyf. - Sem viðbótarmeðferð við geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem goserelín hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms og lengda heildarlifun. - Sem meðferð fyrir (neoadjuvant) geislameðferð hjá sjúklingum með mjög áhættusamt staðbundið eða staðbundið langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, þar sem goserelín hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms. - Sem viðbótarmeðferð við róttækt brottnám blöðruhálskirtils hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli, sem eru í mikilli hættu á versnun sjúkdóms, þar sem goserelín hefur sýnt lengda lifun án sjúkdóms
  • Brjóstakrabbamein hjá konum fyrir eða við tíðahvörf þegar hormónaviðtakar eru til staðar.
  • RESELIGO 3,6 mg er ætlað sem annar kostur en geislameðferð í staðlaðri meðferð við estrógen-viðtaka (ER) jákvæðu brjóstakrabbameini á byrjunarstigi hjá konum fyrir eða eftir tíðarhvörf.
  • Legslímuvilla (endometriosis): Meðferð við legslímuvillu, RESELIGO dregur úr einkennum, þ.á m. verkjum, og minnkar stærð og fjölda vefjaskemmda í legslímuhúð.
  • Þynning á legslímhúð (endometrium): RESELIGO er notað til þynningar á legslímhúð áður en legslímhúð er fjarlægð.
  • Sléttvöðvahnútar í legi: Með járnuppbótarmeðferð fyrir skurðaðgerð til blóðfræðilegra bóta hjá sjúklingum með járnskort og sléttvöðvahnúta.
  • Frjósemismeðferð: Bæling á heiladingli sem undirbúningur fyrir oförvun eggjastokka.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Meðganga og brjóstagjöf

Markaðsleyfishafi: Alvogen Pharma Trading Europe EOOD

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L - Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar
Virkt innihaldsefni
Goserelinum
Lyfjaform
Vefjalyf
Styrkleiki
3,6 mg, 10,8 mg
Magn
1 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

RES.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1540483,6 mg1 áfyllt sprauta
45720410,8 mg1 áfyllt sprauta

Hvernig á að gefa Reseligo