Pramipexole Alvogen
Pramipexól Alvogen inniheldur virka efnið pramipexól. Pramipexól Alvogen er dópamínörvi sem binst mjög sértækt og sérhæft við D2 undirflokk dópamínviðtaka þar sem það hefur forgangssækni í D3 viðtaka og hefur fulla eðlislæga virkni þar. Pramipexól minnkar hreyfiskerðingu vegna Parkinsonsveiki með því að örva dópamínviðtaka í rákakjarna (striatum). Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að pramipexól hamlar nýmyndun dópamíns, losun og endurmyndun.
Ábendingar:
- Pramipexole Alvogen er ætlað til meðferðar á einkennum Parkinsonsveiki (idiopathic Parkinson's disease), einar sér (án levódópa) eða í samsetningu með levódópa, þ.e. allan sjúkdómsferilinn og fram á seinni stig þegar áhrif levódópa dvína eða verða óstöðug og lyfhrif verða sveiflukennd („end of dose“ eða „on off“ sveiflur).
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Markaðsleyfishafi: Alvogen
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- N04BC - Dópamínörvar
- Virkt innihaldsefni
- Pramipexól
- Lyfjaform
- Töflur
- Styrkleiki
- 0,088, 0,18 mg
- Magn
- 30, 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá
PRA.R.2021.0001.01