Pevisone

Pevisone krem er samsett lyf sem inniheldur virku efnin triamcinolonacetoníð (barksteri sem dregur úr bólgueinkennum) og econazolnítrat (kemur í veg fyrir fjölgun sveppa). Triamcinolonacetoníð er í meðallagi sterkur sykursteri - afleiða prednisolons. Verkunarháttur er ekki að fullu þekktur. Triamcinolonacetoníð hefur bólgueyðandi, ofnæmisbælandi og kláðastillandi áhrif. Econazolnítrat er sveppalyf af flokki imidazola, með svipuð örverueyðandi áhrif og ketoconazol. Það truflar myndun ergosterols og breytir þar með gegndræpi frumuhimnunnar hjá sveppum sem eru næmir fyrir lyfinu. Econazolnítrat er sveppaheftandi við þá þéttni sem næst við klíníska notkun.

Eftir staðbundna notkun á húð hjá heilbrigðum einstaklingum frásogast econazol lítið út í blóðrásina. Jafnvel þótt meirihluti lyfsins sitji eftir á yfirborði húðarinnar, hefur þéttni econazolnítrats í hornlagi húðarinnar reynst vera miklu meiri en minnsta heftiþéttni fyrir dermatophyta.

Ábendingar:

  • Upphafsmeðferð við sveppasýkingum í húð með exembreytingum, kláða og ertingu.

Frábendingar:

  • Rósroði (rosacea) og húðbólga í kringum munn (perioral dermatitis).
  • Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.
  • Eins og á við um aðra barkstera má ekki nota Pevisone þegar ákveðnir sjúkdómar í húð eru til staðar, eins og berklar, hlaupabóla, herpes simplex eða aðrar veirusýkingar í húðinni. Jafnframt má ekki nota Pevisone á húðsvæði þar sem nýlega hefur verið gefin inndæling með bóluefni.

Markaðsleyfishafi: Karo Pharma AB

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
D01A- SVEPPALYF TIL STAÐBUNDINNAR ÚTVORTIS NOTKUNAR
Virkt innihaldsefni
Triamcinolonacetoníð og Econazolnítrat
Lyfjaform
Krem
Styrkleiki
1 mg/g + 10 mg/g
Magn
15, 30 g

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

PEV.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1956691 mg/g + 10 mg/g15 g
4412791 mg/g + 10 mg/g30 g