Opnol

Opnol augndropar innihalda virka efnið dexametasón. Opnol augndropar eru kortisónlyf með öflug bólgueyðandi áhrif. Dexametasón er sykursteri útskiptur með flúori og hefur að mestu verkunarhátt og áhrif sykurstera. Bólgueyðandi áhrif eru öflugri en hjá prednisólóni og hýdrókortisóni. Bráða sjúkdómur svarar meðferð betur en langvinnur sjúkdómur.

Ábendingar:

  • Hvarmabólga eða tárubólga af völdum ofnæmis. Bólga á yfirborði og í fremri hlutum augans.

Frábendingar:

  • Bráður augnáblástur (herpes simplex keratitis), hlaupabóla og flestar aðrar veirusýkingar í hornhimnu og táru.
  • Berklar í augum.
  • Bakteríu-, sveppa- eða sníkjudýrasýkingar, nema meðferð við þeim sé gefin samhliða.
  • Táru- eða hvarmabólga með greftri er frábending, einnig við samhliða meðferð með sýklalyfjum.
  • Ofnæmi fyrir virka innihaldsefninu eða einhverju hjálparefnanna

Markaðsleyfishafi: Trimb Healthcare AB

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
S01BA - Barksterar
Virkt innihaldsefni
Dexametasón
Lyfjaform
Augndropar
Styrkleiki
1 mg/ml
Magn
30 stakskammtaílát

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

OPN.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
0917361 mg/ml30 sk-hyl