Nasogen Normal 1 mg/ml nefúði, lausn

Nasogen Normal

Lausasölulyf sem dregur úr hratt úr þrota og bólgu í nefi

  • Inniheldur xýlómetazólín hýdróklóríð.
  • Nefúði, lausn.
  • Fyrir 12 ára eldri.

Ábendingar:

Meðferð við þrota í nefslímhúð.

Lyfjagjöf:

Úðadælan tryggir góða dreifingu lausnarinnar á yfirborð slímhúðarinnar. Úðadælan tryggir réttan skammt og kemur í veg fyrir óviljandi ofskömmtun.

Skammtar:

  • Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös, 3 sinnum á sólarhring. Tíminn á milli tveggja skammta skal vera 8 til 10 klst. Ekki skal nota meira en 3 skammta á sólarhring í hvora nös.
  • Börn Nasogen Menthol er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 12 ára.
  • Eins og með önnur æðaþrengjandi lyf er samfelld notkun Nasogen Menthol ekki ráðlögð lengur en í eina viku. Notkun skal ekki fara yfir ráðlagðan skammt, sérstaklega hjá börnum og öldruðum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Meðganga og brjóstagjöf:

  • Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.
  • Meðganga: Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þú notar þetta lyf á meðgöngu. Þú skalt aðeins nota lyfið ef læknirinn hefur ákveðið að það sé öruggt.
  • Brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort xýlómetazólín skilst út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir barn sem er á brjósti. Þú skalt annað hvort gera hlé á brjóstagjöf eða sleppa meðferð með xýlómetazólín hýdróklóríði, með hliðsjón af ávinningi brjóstagjafar fyrir barnið þitt og ávinningi meðferðar fyrir þig.

Notkunarleiðbeiningar

  • Snýttu þér.
  • Fjarlægðu hlífðarhettuna.
  • Ef þú ert að nota glasið í fyrsta skipti skaltu þrýsta 5 sinnum á dæluna þar til úðagjöfin er jöfn. Næst þegar þú notar glasið er ekki þörf á þessu skrefi. Passaðu að úða ekki í augu eða munn.
  • Haltu á glasinu uppréttu og settu þumalfingur undir botninn á glasinu og haltu úðastútnum milli tveggja fingra.
  • Passaðu að stúturinn vísi beint upp, hallaðu höfðinu örlítið fram og settu stútinn inn í nösina.
  • Úðaðu einu sinni í hvora nös. Andaðu inn í gegnum nefið meðan þú þrýstir á dæluna. Hreinsaðu og þurrkaðu stútinn áður en þú setur lokið aftur á eftir notkun.

Til að koma í veg fyrir mögulega útbreiðslu sýkingar ætti aðeins einn einstaklingur að nota glasið.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Xýlómetazólín hýdróklóríð
Lyfjaform
Nefúði, lausn
Styrkleiki
1 mg/ml
Magn
10 ml

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

NAG.L.A.2025.0007.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.