Nasogen Normal 1 mg/ml nefúði, lausn

Nasogen Menthol

Lausasölulyf sem dregur úr hratt úr þrota og bólgu í nefi

  • Inniheldur xýlómetazólín hýdróklóríð.
  • Nefúði, lausn.
  • Fyrir 12 ára eldri.
  • Lausn með lykt af mentóli og eukalyptóli (síneól)

Ábendingar:

Meðferð við þrota í nefslímhúð.

Lyfjagjöf:

Úðadælan tryggir góða dreifingu lausnarinnar á yfirborð slímhúðarinnar. Úðadælan tryggir réttan skammt og kemur í veg fyrir óviljandi ofskömmtun.

Skammtar:

  • Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös, 3 sinnum á sólarhring. Tíminn á milli tveggja skammta skal vera 8 til 10 klst. Ekki skal nota meira en 3 skammta á sólarhring í hvora nös.
  • Börn Nasogen Menthol er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 12 ára.
  • Eins og með önnur æðaþrengjandi lyf er samfelld notkun Nasogen Menthol ekki ráðlögð lengur en í eina viku. Notkun skal ekki fara yfir ráðlagðan skammt, sérstaklega hjá börnum og öldruðum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Meðganga og brjóstagjöf:

  • Meðganga: Gögn frá takmörkuðum fjölda útsetninga á fyrsta þriðjungi meðgöngu sýndu ekki fram á neinar aukaverkanir á meðgöngu eða fóstur/nýbura. Engar aðrar faraldsfræðilegar upplýsingar liggja fyrir. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eiturverkanir á æxlun umfram ráðlagða dagskammta. Gæta skal varúðar þegar um er að ræða háþrýsting eða merki um skert blóðflæði í legi. Við stóra 3 skammta og langvarandi notkun er ekki hægt að útiloka minnkun blóðflæðis til legsins. Nasogen Menthol má nota á meðgöngu í samræmi við leiðbeiningar og í mesta lagi samfleytt í eina viku.
  • Brjóstagjöf: Ekki er þekkt hvort xýlómetazólín skilst út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir barn sem er á brjósti. Ákveða þarf hvort gera þurfi hlé á brjóstagjöf eða hætta meðferð með xýlómetazólíni með mati á ávinningi barnsins af brjóstagjöf og ávinningi móður af meðferðinni.

Notkunarleiðbeiningar

  • Fjarlægðu hlífðarhettuna.
  • Fyrir fyrstu notkun skaltu þrýsta 5 sinnum á dæluna þar til úðagjöfin er jöfn. Nefúðinn er nú tilbúinn til notkunar.
  • Settu stútinn inn í nösina og þrýstu einu sinni þétt niður á úðadæluna. Fjarlægðu næst stútinn úr nösinni áður en þú sleppir dælunni. Besta dreifing úðans næst með því að anda inn um nefið meðan úðað er.
  • Settu hlífðarhettuna aftur á. Ef þú hefur ekki notað úðann í 7 eða fleiri daga, skaltu þrýsta einu sinni á dæluna til gera hann tilbúinn til notkunar.
  • Ef þú hefur notað úðann innan seinustu 7 daga er hann tilbúinn til notkunar strax.

Til að koma í veg fyrir mögulega útbreiðslu sýkingar ætti aðeins einn einstaklingur að nota nefúðaglasið

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Xýlómetazólín hýdróklóríð
Lyfjaform
Nefúði, lausn
Styrkleiki
1 mg/ml
Magn
10 ml

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

NAG.L.A.2025.0008.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.