Mildison Lipid

Mildison Lipid inniheldur virka efnið hýdrókortisón. Mildison Lipid krem hefur bólguhemjandi og kláðastillandi verkun. Eftir að lyfið er borið á liggur hýdrókortisón í húðþekju sem forði, einkum í hornlaginu. Við notkun loftþéttra umbúða berst lyfið lengra inn í húðina. Kremgrunnur Mildison Lipid krems er fleyti, þar sem dreifða lagið er olía, en samfellda lagið er vatn og hefur kremið mikið fituinnihald.

Ábendingar:

  • Bráðaexem og langvinnt exem af ýmsum orsökum.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
  • Við sýkingar í húð af völdum baktería, sjúkdómsvaldandi sveppa eða snýkjudýra má aðeins nota staðbundna sykurstera ef sýkingin er meðhöndluð samhliða.

Markaðsleyfishafi: Karo Pharma AB

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
D07AA - Barksterar með væga verkun (flokkur I)
Virkt innihaldsefni
Hýdrókortisón
Lyfjaform
Krem
Styrkleiki
10 mg/g
Magn
100 g

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

MIL.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
17647210 mg/g100 g