Memantine ratiopharm
Memantine ratiopharm inniheldur virka efnið memantínhýdróklórið. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallaður er lyf við heilabilun. Minnistap vegna Alzheimers-sjúkdóms stafar af truflun í boðskiptum heilans. Í heilanum eru svokallaðir N-metýl-D-aspartat (NMDA) viðtakar sem bera áfram taugaboð sem eru mikilvæg þegar nám og minni er annars vegar. Memantine ratiopharm tilheyrir lyfjahópi sem nefnist NMDA-viðtakablokkar. Memantine ratiopharm hefur áhrif á NMDA-viðtakana og bætir sendingu taugaboða ásamt minni. Memantín er spennuháður NMDA-viðtakablokki, með hóflega sækni án samkeppni. Það dregur úr áhrifum óeðlilega hárra gilda glútamats sem geta leitt til starfstruflunar taugafrumna.
Ábendingar: Meðferð fullorðinna sjúklinga sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, hnetum eða soja, eða einhverju hjálparefnanna.
Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- N06DX - Geðlyf (psychoanaleptica). Önnur lyf við heilabilun
- Virkt innihaldsefni
- Memantín
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 10, 20 mg
- Magn
- 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá