Matever

Matever inniheldur virka efnið levetíracetam. Levetíracetam er flogaveikilyf (lyf sem notað er til meðferðar við flogum hjá þeim sem eru með flogaveiki). Enn sem komið er hefur verkunarháttur levetiracetams ekki verið skýrður að fullu.

Ábendingar:

Matever er ætlað til einlyfjameðferðar við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum frá 16 ára aldri, með nýgreinda flogaveiki.

Matever er ætlað ásamt öðrum lyfjum

  • til meðferðar handa fullorðnum, unglingum, börnum og ungabörnum frá 1 mánaðar aldri með flogaveiki, þegar um er að ræða hlutaflog (partial onset seizures) með eða án síðkominna alfloga.
  • til meðferðar við vöðvakippaflogum (myoclonic seizures) hjá fullorðnum og unglingum, 12 ára eða eldri, með vöðvakippaflog sem koma fram á unglingsárum (juvenile myoclonic epilepsy).
  • til meðferðar við frumkomnum þankippaalflogum (primary generalised tonic-clonic seizures) hjá fullorðnum og unglingum frá 12 ára aldri með sjálfvakta flogaveiki.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða öðrum pyrrolidonafleiðum eða einhverju hjálparefnanna

Markaðsleyfishafi: Pharmathen S.A.*

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N- Tauga- og geðlyf
Virkt innihaldsefni
Levetíracetam
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
500 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

MAT.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
415946500 mg100 stk.