Isotretinoin ratiopharm

Isotretinoin ratiopharm inniheldur virka efnið ísótretínóín, sem líkist A-vítamíni. Ísótretínóín vinnur gegn þrymlabólum (graftarbólum) með því að draga úr virkni fitukirtla og kemur í veg fyrir myndun fílapensla og hindrar bólgumyndun í húðinni.

Ábendingar: Til meðferðar við slæmum þrymlabólum (s.s. hnúðóttum (nodular) þrymlabólum eða hnútörtum (conglobate) eða þrymlabólum þar sem hætta er á varanlegum örum) sem ekki svara hefðbundinni meðferð með sýklalyfjum og útvortis meðferð.

Frábendingar: 

Þungaðar konur eða konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota isotretinoin.

Konur á barneignaraldri mega ekki nota isotretinoin nema öll skilyrði í „Forvarnaráætlun til að koma í veg fyrir þungun“ séu uppfyllt.

Einnig má ekki nota isotretinoin hjá sjúklingum sem:

  • eru með skerta lifrarstarfsemi.
  • eru með mikla aukningu á blóðfitum.
  • eru með A-vítamíneitrun (hypervitaminosis A).
  • eru með ofnæmi fyrir virka efninu, soja, hnetum, Ponecau 4R (E124) eða einhverju hjálparefnanna.
  • fá samtímist meðferð með teracýklínum.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

  • Vansköpunarvaldandi áhrif - Isotretinoin ratiopharm er vansköpunarvaldandi hjá mönnum. Alvarlegir og lífshættulegir fæðingagallar eru mjög algengir.
  • Isotretinoin ratiopharm má alls ekki nota ef: 
    undefinedundefined

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
D10B - Lyf til altækrar notkunar (systemic use) við gelgjubólum
Virkt innihaldsefni
Ísótretínóín
Lyfjaform
Hylki
Styrkleiki
20 mg
Magn
30, 60 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

ISO.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
02311420 mg30 stk.
02312520 mg60 stk.