Grepid

Grepid inniheldur virka efnið klópídógrel og tilheyrir flokki lyfja sem hindrar samloðun blóðflagna. Blóðflögur eru mjög smáar agnir í blóðinu, sem festast saman við blóðstorknun. Lyf sem hindra samloðun blóðflagna minnka hættuna á myndun blóðkekkja (ferli sem nefnist segamyndun) með því að koma í veg fyrir þessa samloðun.

Klópídógrel er forlyf, en eitt umbrotsefna þess er hemill á blóðflagnasamloðun. Klópídógrel þarf að umbrotna fyrir tilstilli CYP450 ensíma svo virka umbrotsefnið sem hindrar blóðflagnasamloðun myndist. Vegna óafturkræfrar bindingar endist verkunin á þær blóðflögur sem verða fyrir áhrifunum, það sem eftir er af líftíma þeirra (u.þ.b. 7-10 sólarhringa) og eðlileg starfsemi blóðflagna endurheimtist með þeim hraða sem það tekur blóðflögurnar að endurnýjast.

Ábendingar:

Grepid er tekið af fullorðnum til þess að koma í veg fyrir að blóðkökkur (blóðsegi) myndist í kölkuðum æðum (slagæðum), en það ferli er þekkt sem segamyndun vegna æðakölkunar og getur leitt til áfalla af völdum æðakölkunar (svo sem heilablóðfalls, hjartaáfalls eða dauða).

Síðforvarnarmeðferð við æðastíflu

Klópídógrel er ætlað :

  • Fullorðnum sjúklingum með hjartadrep (frá nokkrum dögum og allt að 35 dögum), heilablóðþurrð (frá 7 dögum og allt að 6 mánuðum) eða staðfestan sjúkdóm í útlægum slagæðum.
  • Fullorðnum sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni:
    - Brátt kransæðaheilkenni (hvikula hjartaöng eða hjartadrep án Q-takka-myndunar) án - ST-hækkunar, þ.á m. hjá sjúklingum sem gangast undir stoðnetsísetningu eftir kransæðavíkkun, hjá sjúklingum sem einnig fá acetýlsalicýlsýru (ASA).
    - Brátt hjartadrep með ST - hækkun samhliða meðferð með acetýlsalicýlsýru hjá sjúklingum sem eru í lyfjameðferð og uppfylla skilyrði til segaleysandi meðferðar.

Hjá sjúklingum með miðlungsmikla/mikla hættu á skammvinnu blóðþurrðarkasti í heila (transient ischaemic attack, TIA) eða minniháttar heilablóðþurrð (ischemic stroke, IS)

Klópídógrel ásamt acetýlsalicýlsýru er ætlað:

  • Fullorðnum sjúklingum með miðlungsmikla/mikla hættu á skammvinnu blóðþurrðarkasti í heila (ABCD21 ≥4 stig) eða minniháttar heilablóðþurrð (NIHSS2 ≤3 stig) innan 24 klukkustunda frá því að skammvinnt blóðþurrðarkast í heila eða heilablóðþurrð kom fram.

Fyrirbyggjandi meðferð við æðastíflu og segareki við gáttartif

Klópidógrel ásamt acetýlsalicýlsýru er ætlað:

  • Fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem hafa a.m.k. einn áhættuþátt fyrir æðastíflu, geta ekki tekið K-vítamín hemla og eru í lítilli blæðingarhættu til að fyrirbyggja æðastíflu og segarek, þar með talið heilaslag.

Frábendingar:

• Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

• Verulega skert lifrarstarfsemi.

• Virk blæðing vegna sjúkdóms t.d. magasárs eða blæðingar innan höfuðkúpu.

Markaðsleyfishafi: Pharmathen S.A.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
B - Blóðlyf
Virkt innihaldsefni
klópídógrel
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
75 mg
Magn
100 mg

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

GRE.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
07238075 mg100 stk.