Felodipin Alvogen

Felodipine Alvogen inniheldur virka efnið felodipin. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast kalsíumgangalokar. Það lækkar blóðþrýsting með því að víkka litlar æðar. Það hefur ekki neikvæð áhrif á virkni hjartans.

Felodipine Alvogen er notað í meðferð á háum blóðþrýstingi (háþrýstingi) og hjarta- og brjóstverk sem er til kominn vegna t.d. áreynslu eða streitu (hjartaöng).

Ábendingar: 

  • Háþrýstingur
  • Stöðug hjartaöng

Frábendingar: 

  • Þungun 
  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Vanmeðhöndluð hjartabilun 
  • Brátt hjartadrep 
  • Óstöðug hjartaöng 
  • Marktæk tregða á blóðflæði um hjartalokur 
  • Veruleg hindrun á blóðflæði frá hjarta

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C08C - SÉRTÆKIR KALSIUMGANGALOKAR MEÐ AÐALVERKUN Á ÆÐAR
Virkt innihaldsefni
Felódipín
Lyfjaform
Forðatöflur
Styrkleiki
2,5, 5 og 10 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

FEL.R.2023.0001.03

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
4312982,5 mg100 stk.
1039755 mg100 stk.
41106110 mg100 stk.