Ezetimibe Alvogen

Ezetimibe Alvogen inniheldur virka efnið ezetimíb. Ezetimibe Alvogen er lyf sem notað er til að lækka kólesteról hjá fólki með kólesterólhækkun. Ezetimib Alvogen lækkar heildarkólesteról, „slæma“ kólesterólið (LDL-kólesteról) og fituefni nefnd þríglýseríð í blóði. Að auki eykur Ezetimibe Alvogen „ góða“ kólesterólið (HDL–kólesteról). Ezetimibe Alvogen, minnkar frásog kólesteróls úr meltingarvegi og eykur kólesteróllækkandi áhrif statína, sem er flokkur lyfja sem minnkar kólesterólið sem líkaminn myndar sjálfur. Kólesteról er eitt af nokkrum fituefnum í blóðinu.

Heildarkólesteról samanstendur aðallega af LDL- og HDL-kólesteróli. LDL-kólesteról er oft kallað „slæmt“ kólesteról vegna þess að það getur safnast fyrir í slagæðaveggjum og myndað skellur. Að lokum getur þessi skellumyndun leitt til slagæðaþrengingar. Þessi þrenging getur hægt á eða teppt blóðflæði til lífsnauðsynlegra líffæra eins og hjarta eða heila. Teppa blóðflæðis getur leitt til hjartaáfalls eða heilaslags. HDL-kólesteról er oft kallað „gott“ kólesteról vegna þess að það hjálpar til við að koma í veg fyrir að slæma kólesterólið safnist fyrir í slagæðunum og er vörn gegn hjartasjúkdómum. Þríglýseríð eru annað fituform í blóðinu sem getur aukið hættu á hjartasjúkdómi. 

Ábendingar: 

  • Frumkomin kólesterólhækkun (Primary Hypercholesterolaemia) - Ezetimibe Alvogn gefið samhliða HMG-CoA afoxunarmiðlahemli (statíni) er ætlað ásamt ákveðnu mataræði fyrir sjúklinga með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun (heterozygous familial hypercholesterolaemia) og kólesterólhækkun sem ekki er ættgeng (non-familial hypercholesterolaemia) og ekki er hægt að meðhöndla með statíni á viðeigandi hátt. Ezetimibe ratiopharm einlyfjameðferð, er ætluð ásamt ákveðnu mataræði fyrir sjúklinga með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun (heterozygous familial hypercholesterolaemia) og kólesterólhækkun sem ekki er ættgeng (non-familial hypercholesterolaemia) þar sem statín er ekki talið viðeigandi eða er ekki þolað. 
  • Fyrirbygging hjarta- og æðasjúkdóma - Ezetimibe Alvogen er ætlað til þess að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm og sögu um brátt kransæðaheilkenni, hvort sem þeir hafa áður verið á meðferð með statíni eða ekki. 
  • Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun (Homozygous Familial Hypercholesterolaemia) - Ezetimibe Alvogen gefið samhliða statíni, er ætlað ásamt ákveðnu mataræði fyrir sjúklinga með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun. Sjúklingar geta einnig fengið aðra meðferð samhliða (t.d. LDL blóðhreinsun (apheresis)). 
  • Arfhrein sítósterólhækkun (Homozygous Sitosterolaemia (Phytosterolaemia)) - Ezetimibe ratiopharm er ætlað ásamt ákveðnu mataræði fyrir sjúklinga með arfhreina sítósterólhækkun.

Frábendingar: 

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.  
  • Vinsamlegast leitið upplýsinga í samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir viðkomandi lyf, þegar Ezetimibe Alvogen er gefið samhliða statíni. 
  • Ekki skal veita samsetta meðferð með Ezetimibe Alvogen og statíni á meðgöngu eða við brjóstagjöf. 
  • Ekki skal gefa Ezetimibe Alvogen með statíni sjúklingum sem hafa viðvarandi lifrarsjúkdóm eða stöðuga óútskýranlega hækkun á transamínasagildum.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C10AX - Önnur kólesteról- og þríglýseríðlækkandi lyf
Virkt innihaldsefni
Ezetimíb
Lyfjaform
Töflur
Styrkleiki
10 mg
Magn
98 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

EZE.R.2023.0001.03

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
43676910 mg98 stk.