Eplerenon Alvogen

Eplerenone Alvogen inniheldur virkaefnið eplerenón. Eplerenone Alvogen er í flokki lyfja sem eru nefnd sérhæfðir aldósterón-viðtakablokkar sem hindra verkun aldósteróns. Aldósterón myndast í líkamanum, og tekur þátt í stjórnun blóðþrýstings og hjartastarfsemi. Há gildi af aldósteróni geta valdið breytingum í líkamanum sem leitt getur til hjartabilunar.

Ábendingar: Eplerenón er ætlað til: - notkunar til viðbótar hefðbundinni meðferð, þ.m.t. beta-blokkum, til að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum vegna þeirra hjá sjúklingum í stöðugu ástandi með vanstarfsemi vinstra slegils (LVEF ≤ 40%) og klínísk einkenni um hjartabilun eftir nýlegt hjartadrep. - að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum vegna þeirra hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun í NYHA (New York Heart Association) flokki II (langvinna) ogslagbilsvanstarfsemi vinstra slegils (LVEF < 30%), til viðbótar hefðbundinni bestu meðferð.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir einhverju hjálparefnanna. - Kalíumgildi í sermi > 5,0 mmól/l við upphaf meðferðar. - Alvarlega skert nýrnastarfsemi (áætlaður gauklasíunarhraði (estimated glomerular filtration rate; eGFR) < 30 ml á mínútu á hverja 1,73 m2). - Alvarlega skert lifrarstarfssemi (Child-Pugh flokkur C). - Notkun kalíumsparandi þvagræsilyfja eða öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ítrakónazól, ketakónazól, rítónavír, nelfínavír, klaritrómýsín, telitrómýsín og nefazódón). - Samhliðanotkun eplerenóns ásamt samsetningar ACE-hemils og angiotensín-II viðtakablokka.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C03DA - Aldósterónblokkar
Virkt innihaldsefni
Eplerenón
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
25, 50 mg
Magn
30, 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

EPL.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
57993225 mg30 stk.
38695950 mg100 stk.