Dutaprostam

Dutaprostam inniheldur virku efnin dútasteríð og tamsúlósín. Dútasteríð tilheyrir flokki lyfja sem kallast 5-alfa-redúktasahemlar og tamsúlósín tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-blokkar. Verkunarháttur þessara lyfja er þannig að þau bæta hvort annað upp, sem verður til þess að hratt dregur úr einkennum, þvagflæði batnar og það dregur úr hættu á bráðri þvagteppu og þörf á skurðaðgerðum tengdum góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. 

Dutaprostam er ætlað körlum með stækkun á blöðruhálskirtli (góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli) – vöxtur í blöðruhálskirtli sem ekki er krabbamein heldur orsakast af of miklu magni hormóns sem nefnist tvíhýdrótestósterón, hjá sjúklingum sem þegar eru á meðferð með tamsúlósíni og dútasteríði sem gefið er samtímis.

Ábendingar: Meðferð er ætluð sjúklingum sem eru nú þegar taka dútasterið og tamsúlósín samhliða í sama skammti, til stjórnunar á miðlungsmiklum eða verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.

Frábendingar: Ekki má nota Dutaprostam hjá: konum, börnum eða unglingum. Sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum, tamsúlósíni (þ.m.t. ofnæmisbjúgi af völdum tamsúlósíns), soja, jarðhnetum eða einhverju öðru hjálparefnanna. Sjúklingum með sögu um réttstöðulágþrýsting eða sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi.

Markaðsleyfishafi: Zentiva, k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
G04CA - Alfa-blokkar
Virkt innihaldsefni
Dútasteríð og tamsúlósínhýdróklóríð
Lyfjaform
Hörð hylki
Styrkleiki
0,5/0,4 mg
Magn
30, 90 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DUT.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
4157240,5/0,4 mg30 stk.
5426940,5/0,4 mg90 stk.