Dorzolamide Alvogen

Dorzolamide Alvogen inniheldur virka efnið dorzólamíðhýdróklóríð og er notað við hækkuðum augnþrýstingi.  Dorzólamíðhýdróklóríð er öflugur kolsýruanhýdrasa II hemil. Hemlun kolsýruanhýdrasa í fellingabaug augans (“ciliary processes”) dregur úr seytingu augnvökva, sem leiðir til lækkunar á augnþrýstingi.

Ábendingar:

Dorzolamide Alvogen er ætlað:

  • sem viðbótarmeðferð með beta-blokkum
  • sem einlyfja meðferð hjá sjúklingum sem svara ekki beta-blokkameðferð og hjá sjúklingum sem ekki mega nota beta-blokka

Til meðferðar við hækkuðum augnþrýstingi hjá sjúklingum með:

  • hækkaðan augnþrýsting
  • gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) 
  • sýndarflysjunargláku (pseudoexfoliative glaucoma)

Frábendingar:

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Dorzólamíð hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.) eða með klóríðblóðsýringu (hyperchloremic acidosis). Þar sem dorzólamíð og umbrotsefni þess skiljast aðallega út um nýru, er dorzólamíð ekki ætlað þessum sjúklingum.

Markaðsleyfishafi: Alvogen                                                                                                                                                                   

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
S-Augn- og eyrnalyf
Virkt innihaldsefni
Dorzolamidum
Lyfjaform
Augndropar/lausn
Styrkleiki
20 mg/ml
Magn
5ml x 1

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

DOR.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
49799520 mg/ml5 ml x 1