Dorzolamide/Timolol Alvogen
Dorzolamide/Timolol Alvogen er samsett úr tveimur virkum efnum: Dorzólamíð hýdróklóríði og tímólólmaleati. Þessi efni lækka hækkaðan augnþrýsting með því að draga úr seytingu augnvökva, en hvort með sínum hætti.
Ábendingar: Dorzolamide/Timolol Alvogen er ætlað til meðferðar hækkaðs innri augnþrýstings (intra-ocular pressure (IOP)) hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku eða gláku með tálflögnun (pseudo exfoliative glaucoma) þegar staðbundin meðferð með beta-blokkum eingöngu hefur ekki reynst nægjanleg.
Frábendingar: Dorzolamide/Timolol Alvogen er ekki ætlað sjúklingum með: - Sjúkdóm sem veldur þrengingu á öndunarvegum, þar með talið astma, eða fyrri sögu um astma eða alvarlega langvinna lungnateppu. - Hægan hjartslátt, sjúkan sínushnút (sick sinus syndrome) gúls- og gáttarrof (sino-atrial block), gáttasleglarof af II. og III stigi sem ekki er stjórnað af gangráði, yfirvofandi hjartabilun, hjartalost. - Verulega skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 30 mL/mín.) eða klóríðblóðsýringu. - Ofnæmi fyrir öðru eða báðum virku efnunum eða fyrir einhverju hjálparefnanna.
Ofangreindar frábendingar eru byggðar á verkun einstakra innihaldsefna lyfsins, og eru ekki bundnar við þessa ákveðnu efnablöndu.
Markaðsleyfishafi: Alvogen
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- S-Augn- og eyrnalyf
- Virkt innihaldsefni
- Dorzolamidum/Timololum
- Lyfjaform
- Augndropar/lausn
- Styrkleiki
- 20 mg/ml + 5 mg/ml
- Magn
- 5 ml x 3 glös
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is