Dimax Rapid

Dimax Rapid: eldra heiti Diclomex Rapid.
Inniheldur diclofenackalíum.
Dimax Rapid verkar gegn verkjum (verkjastillandi) og bólgu (bólgueyðandi). Lyf með þessa eða svipaða eiginleika kallast einnig bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki eru sterar (NSAID). Diclofenac er bólgueyðandi gigtarlyf sem tilheyrir flokki arýlediksýru afleiða. Diclofenac hefur bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi eiginleika. Áhrif þess (eins og allra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID)) eru - a.m.k. að hluta - byggð á hindrun ensímsins cyclooxygenasa sem hvatar nýmyndun prostaglandína úr arakídónsýru.

Ábendingar: Dimax Rapid er ætlað sem skammtímameðferð við einkennum eftirfarandi bráðra sjúkdóma: Gigtarsjúkdómar í mjúkvef (t.d. belgbólgu eða sinabólgu), bólga og verkir eftir slys eða aðgerðir (þ.m.t. tannaðgerð), og tíðaverkur án undirliggjandi sjúkdóms. Bráðameðferð við mígreni, með eða án fyrirboða. Dimax Rapid töflur eru ekki ætlaðar fyrir börn yngri en 16 ára vegna magns af diclofenaci í hverri töflu.

Frábendingar: Ekki má nota Dimax Rapid - ef um er að ræða ofnæmi fyrir díklófenaknatríum, aspíríni, íbúprófeni eða einhverju öðru bólgueyðandi gigtarlyfi, eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Einkenni ofnæmisviðbragða geta meðal annars verið bólga í andliti og munni (ofnæmisbjúgur), öndunarerfiðleikar, verkur fyrir brjósti, nefrennsli, útbrot eða einhver önnur ofnæmisviðbrögð. - ef þú ert með maga- eða skeifugarnarsár, blæðingu eða rof - ef þú hefur sögu um blæðingu/rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri verkjalyfjanotkun (bólgueyðandi gigtarlyf) - ef þú hefur fengið magasár eða blæðingu í tvö skipti eða oftar - á síðustu 3 mánuðum meðgöngu - ef þú ert með verulegar starfstruflanir í lifur eða nýrum - ef þú ert með staðfestan hjartasjúkdóm og/eða sjúkdóm í heilaæðum, t.d. ef þú hefur fengið hjartaáfall, heilablóðfall, skammvinnt blóðþurrðarkast í heila eða þrengingu í æðar sem liggja til hjarta eða heila eða ef þú hefur farið í aðgerð til að losa um þrengingar eða leiða framhjá þeim - ef þú ert með, eða hefur verið með, vandamál tengd blóðrás (útslagæðakvilli) - ef þú ert með Purpuraveiki (porfýría, truflun í myndun blóðrauða) - ef þú hefur vandamál er tengjast blóðmynd og tilhneigingu til blæðinga - ef þú hefur áður fengið ofnæmisviðbragð eins og astma, hnerra eða útbrot við notkun verkjalyfs sem inniheldur acetylsalicylsýru eða önnur lyf við verk/bólgu í hópi bólgueyðandi gigtarlyfja

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.                                                                                                                

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
M01A - BÓLGUEYÐANDI LYF OG GIGTARLYF, EKKI STERAR
Virkt innihaldsefni
Diclofenackalíum
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
50 mg
Magn
30, 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DIR.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
51603350 mg30 stk.
41252050 mg100 stk.