Diclomex

Diclomex inniheldur virka efnið díklófenakDíklófenak er bólgueyðandi gigtarlyf sem tilheyrir flokki arýlediksýruafleiða. Diclofenac hefur bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi eiginleika. Áhrif þess (eins og allra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID)) eru - a.m.k. að hluta - byggð á hindrun ensímsins cyclooxygenasa sem hvatar nýmyndun prostaglandína úr arakídónsýru.

Ábendingar: Diclomex er notað við gigtarsjúkdómum sem valda bólgu og hrörnun: Iktsýki eða aðrar tegundir fjölliðagigtar (liðagigt í mörgum liðum samtímis) , hryggikt (gigtarsjúkdómur sem veldur bólgu í hrygg), hryggjarliðbólga og slitgigt (skemmdir í liðum vegna óeðlilegs slits). Gigtarsjúkdómum í mjúkvef (t.d. belgbólga eða sinarbólga), bólga og verkir eftir slys eða aðgerðir (þ.m.t tannaðgerðir) og við tíðaverk án undirliggjandi sjúkdóms.

Frábendingar: Ekki má nota Diclomex - ef um er að ræða ofnæmi fyrir díklófenaknatríum, aspíríni, íbúprófeni eða einhverju öðru bólgueyðandi gigtarlyfi, eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins - ef þú hefur áður fengið ofnæmisviðbrögð við acetylsalicylsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, t.d. með astmakasti, þrota í slímhúð í nefi eða húðviðbrögðum, ofsabjúgi eða losti - ef þú ert með eða hefur haft ætisár (sár í maga eða skeifugörn) eða blæðingu í maga eða þörmum (blæðing í meltingarvegi) eða - ef þú hefur fengið magasár, rof eða blæðingu í tvö skipti eða oftar ef þú hefur áður fengið blæðingu í meltingarvegi eða rof í maga eða meltingarvegi á meðan á meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum stendur - ef þú ert með staðfestan hjartasjúkdóm og/eða sjúkdóm í heilaæðum, t.d. ef þú hefur fengið hjartaáfall, heilablóðfall, skammvinnt blóðþurrðarkast í heila eða þrengingu í æðar sem liggja til hjarta eða heila eða ef þú hefur farið í aðgerð til að losa um þrengingar eða leiða framhjá þeim - ef þú ert með, eða hefur verið með, vandamál tengd blóðrás (útslagæðakvilli) - ef þú ert með verulega skerðingu á hjartastarfsemi - ef þú ert með verulega skerta lifrar- og nýrnastarfsemi - á síðustu þremur mánuðum meðgöngu.

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*       

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
M01A - BÓLGUEYÐANDI LYF OG GIGTARLYF, EKKI STERAR
Virkt innihaldsefni
Diclofenacnatríum
Lyfjaform
Magasýruþolnar töflur
Styrkleiki
50 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DIC.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
48782750 mg100 stk.