Coxient

Coxient inniheldur virka efnið etoricoxib. Etoricoxib er sértækur cyclooxygenasa-2 hemill eða COX-2 hemill og tilheyrir flokki bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja eða non-steroidal anti-inflammatory durgs (NSAIDs). Coxient dregur úr verkjum og bólgu í liðum og vöðvum ásamt því að hafa hitalækkandi áhrif.  

Etoricoxib dregur úr myndun prostaglandína í líkamanum með því að blokka ensímið COX-2. Etoricoxib er sértækara en eldri bólgueyðandi gigtarlyf sem blokka bæði ensímið COX-1 og ensímið COX-2. Þar sem lyfið blokkar einungis ensímið COX-2 minnkar hættan á aukaverkunum eins og magasárum í samanburði við lyf sem blokka bæði ensímin. Bólgueyðandi og verkjastillandi verkun etorícoxíb er sambærileg og hjá eldri bólgueyðandi lyfjum.

Ábendingar:

  • Coxient er ætlað fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri til meðferðar við einkennum slitgigtar (osteoarthritis), iktsýki (rheumatoid arthritis), hryggikt og við verkjum og bólgueinkennum tengdum bráðri þvagsýrugigt (gouty arthritis).
  • COXIENT er ætlað fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri til skammtímameðferðar við meðalslæmum verkjum í tengslum við tannaðgerðir.
  • Ákvörðunin um að ávísa sértækum Cox-2 hemli skal vera byggð á heildar áhættumati fyrir hvern einstakan sjúkling.

Fábendingar: • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. • Virkur sársjúkdómur í meltingarvegi eða virk blæðing í meltingarvegi. • Sjúklingar sem hafa, eftir inntöku asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi verkjalyfja (NSAID) þ.m.t. COX-2 (cýklóoxýgenasa-2) hemla, fengið berkjukrampa, bráða bólgu í nefslímhúð, sepa í nefslímhúð, ofsabjúg (angioneurotic oedema), ofsakláða, eða fengið ofnæmisviðbrögð. • Meðganga og brjóstagjöf. • Verulega skert lifrarstarfsemi (albúmín í sermi < 25 g/l eða Child Pugh gildi ≥10). • Áætluð kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín. • Börn og unglingar yngri en 16 ára. • Iðrabólgusjúkdómur. • Hjartabilun (NYHA-II-IV). • Sjúklingar með háþrýsting þar sem blóðþrýstingur er stöðugt hækkaður yfir 140/90mm Hg og 4 blóðþrýstingi hefur ekki verið nægilega stjórnað. • Staðfest blóðþurrð í hjarta (ischaemic heart disease), slagæðarsjúkdómur í útæðum og/eða heilablóðfall (cerebrovascular disease).

Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.*

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
M- STOÐKERFI - BÓLGUEYÐANDI LYF OG GIGTARLYF
Virkt innihaldsefni
Etoricoxibum INN
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
30, 60, 90, 120 mg
Magn
7, 28 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

COX.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
39990430 mg28 stk.
47899360 mg28 stk.
56847890 mg28 stk.
109338120 mg7 stk.