Ciprofloxacin Alvogen

Ciprofloxacin Alvogen inniheldur virka efnið cíprófloxacín sem er breiðvirkt sýklalyf. Það hindrar afritun erfðaefnis í bakteríum og kemur þannig í veg fyrir að frumur skipti eða fjölgi sér. Cíprófloxacín er notað við ýmsum bakteríusýkingum, t.d. í þvagfærum, blöðruhálskirtli, maga og þörmum. Það þolist yfirleitt vel og aukaverkanir þess eru tiltölulega fátíðar. Lyfið hentar þó síður börnum eða þunguðum konum þar sem það getur hugsanlega valdið sinaskemmdum og liðbólgu í börnum. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur cíprófloxacín raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans og því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu.

Ábendingar:

Fullorðnir: 

 • Sýkingar í neðri öndunarvegi af völdum Gram-neikvæðra baktería. Langvinn eyrnabólga með ígerð.
 • Bráð versnun á langvinnri skútabólgu, einkum af völdum Gram-neikvæðra baktería.
 • Þvagfærasýkingar.
 • Þvagrásar- og leghálsbólga af völdum gónókokka sem stafa af næmri lekandabakteríu (Neisseria gonorrhoeae).
 • Eistnalyppu-eistnabólga af völdum Neisseria gonorrhoeae.
 • Bólgusjúkdómur í grindarholi af völdum Neisseria gonorrhoeae Þegar grunur leikur á eða þegar þekkt er að einhver ofangreindra sýkinga í eða við kynfæri er af völdum Neisseria gonorrhoeae er sérstklega mikilvægt að fá staðbundnar upplýsingar um tíðni ónæmis gegn cíprófloxacíni og að staðfesta næmi með rannsóknaniðurstöðum.
 • Sýkingar í meltingarvegi (t.d. ferðamannaniðurgangur), innan kviðar og í húð og mjúkvefjum af völdum Gram-neikvæðra baktería.
 • Illkynja bólga í ytra eyra. Sýkingar í beinum og liðum.
 • Cíprófloxacín má nota til að meðhöndla sjúklinga með daufkyrningafæð og hita sem talið er að stafi af bakteríusýkingu.
 • Fyrirbyggjandi við sýkingum hjá sjúklingum með daufkyrningafæð eða vegna ífarandi sýkinga af völdum Neisseria meningitidis.
 • Innöndunarmiltisbrandur (fyrirbyggjandi eftir útsetningu og læknandi meðferð)

Börn og unglingar: 

 • Berkju- og lungnasýkingar af völdum Pseudomonas aeruginosa hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm.
 • Flóknar þvagfærasýkinga og bráð nýra- og skjóðubólga.
 • Innöndunarmiltisbrandur (fyrirbyggjandi eftir útsetningu og læknandi meðferð).

Einnig má nota cíprófloxacíni við alvarlegum sýkingum hjá börnum og unglingum þegar það er talið nauðsynlegt. Upphaf meðferðar á að vera í höndum læknis með reynslu í meðferð slímseigjusjúkdóms og/eða alvarlegra sýkinga hjá börnum og unglingum.

Frábendingar:

 • Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum kínólónum eða einhverju hjálparefnanna. Samhliða notkun cíprófloxacíns og tizanidíns.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J- Sýkingalyf
Virkt innihaldsefni
Ciprofloxacinum
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
250, 500mg
Magn
10, 20 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

CIP.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
169773250 mg20 stk.
169762500 mg10 stk.
169751500 mb20 stk.