Centyl mite med kaliumklorid

Centyl mite með kaliumklorid inniheldur virku efnin bendróflúmetíazíð og kalíumklóríð. Bendróflúmetíazíð hefur þvagræsandi áhrif sem koma fram vegna hindrunar á enduruppsogi natríums í fjarpíplum (distal tubuli) nýrna. Til að vega upp kalíumtap, sem verður við þvagræsingu, inniheldur lyfið kalíumklóríð.

Ábendingar:

  • Bjúgur.
  • Háþrýstingur.
  • Flóðmiga.
  • Til að koma í veg fyrir endurtekna myndun nýrnasteina sem innihalda kalsíum.

Frábendingar:

  • Addisons sjúkdómur
  • Alvarlega skert nýrnastarfsemi eða þvagþurrð
  • Alvarlega skert lifrarstarfsemi
  • Þvagsýrugigt
  • Alvarleg ofþornun og alvarlegar truflanir á saltbúskap þar með talið, blóðnatríumlækkun, blóðkalsíumhækkun blóðklórhækkun, blóðkalíumhækkun og annað ástand sem getur leitt til blóðkalíumhækkunar
  • Sár eða teppa í meltingarvegi
  • Ofnæmi fyrir bendróflúmetíazíði, öðrum tíazíðum og sykursýkislyfjum úr flokki súlfónýlúrea ásamt öðrum lyfjum sem eru náskyld súlfónamíðum.

Markaðsleyfishafi: Karo Pharma AB.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C03- Hjarta- og æðakerfi, þvagræsilyf
Virkt innihaldsefni
Bendróflúmetíazíð og kalíum
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
1,25 mg + 573 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

CEK.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1283481,25 mg + 573 mg100 stk.