Anastrozole Teva

Anastrozole Teva inniheldur virka efnið anastrozol. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „arómatasahemlar“. Anastrozole Teva er notað til að meðhöndla brjóstakrabbamein hjá konum eftir tíðahvörf. Anastrozole Teva verkar með því að draga úr magni hormónsins estrogens sem líkaminn framleiðir. Það nær fram þessum áhrifum með því að hamla náttúrulegu efni (ensími) í líkamanum sem kallast „arómatasi”.

Ábendingar:

  • Meðferð við langt gengnu hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum eftir tíðahvörf.

Frábendingar:

Ekki má nota anastrozol: 

  • ef um er að ræða ofnæmi fyrir anastrozoli eða einhverju hjálparefnanna eða hjá þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. 

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L- Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar
Virkt innihaldsefni
Anastrózól
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
1 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

ANA.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
0795971 mg100 stk.