Aðrar vörur

ActiProct Gel

Actiproct gel linar skjótt einkenni gyllinæðar.
30 g.

ActiProct® gel linar skjótt einkenni gyllinæðar eins og kláða, verki og bólgu svo þér líði betur. Klínískt sannað að ActiProct® gel dregur úr gyllinæð af stigi I og II. Gelið veitir skjót kælandi áhrif innan 60 sekúnda. Inniheldur náttúruleg innihaldsefni sem hafa róandi áhrif og hafa kælandi og kláðastillandi eiginleika, m.a 2QR sem unnið er úr Aloe Vera, stuðlar að náttúrulegum sáragróanda, smyr endaþarmssvæðið og auðveldar því hægðarlosun.

· Dregur úr bólgu og kláða

· Dregur úr sársauka

· Verndar gegn ertingu og núningi við salernisferðir

· Án hormóna

· Án staðdeyfilyfja og stera

· Auðvelt í notkun, stjaka fylgir með

· Lækninatæki

Notkunarleiðbeiningar:
Berið ríkulegt magn á og í kringum endaþarmssvæði a.m.k. tvisvar á dag eða eins oft og þörf er á í tvær vikur.
Við innvortis endaþarmsvandamálum:
Setjið gelið í endaþarm með stjökunni sem fylgir með í pakkanum. Eftir notkun skal þrífa stjökuna með volgu vatni og setja hlífðarlokið á. Lokið túpunni vel eftir notkun til að koma í veg fyrir að gelið þorni.
Við útvortis endaþarmsvandamálum:
Þvoið hendur fyrir og eftir notkun. Berið lítið magn af ActiProct® geli á fingurinn og dreifið því í kringum endaþarminn. Lokið túpunni vel eftir notkun til að koma í veg fyrir að gelið þorni.


Varúðarráðstafanir:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Notið ekki vöruna ef þú ert með ofnæmi fyrir einu eða fleiri innihaldsefnum. Ekki ætti að nota ActiProct® gelið í meira en 30 daga samfleytt. Leitið til læknis ef þú ert með viðvarandi gyllinæð eða miklar blæðingar frá endaþarmi.

Geymist við stofuhita (10-25°C). Notist ekki eftir fyrningadagsetningu. Engar þekktar auka- eða milliverkanir.

 

ACT.GEL.001.01