Skip Navigation

Til tunglsins og til baka

Business
04 June 2016

Nýtt Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech við Sæmundargötu í Reykjavík opnaði formlega í dag við hátíðlega athöfn. Fjöldi gesta var samankominn við opnunarathöfnina og gafst m.a. kostur á að skoða hina nýju og glæsilegu byggingu innan Vísindagarða Háskóla Íslands.

„Ég hafði þá sýn fyrir um 15 árum síðan að byggja nýtt Hátæknisetur og hef alltaf verið staðráðinn í því að gera það hér á Íslandi. Alþjóðlegur lyfjamarkaður er á miklum tímamótum um þessar mundir og 8 af 10 söluhæstu lyfjum heims í dag eru líftæknilyf. Við viljum ekki aðeins nýta þau tækifæri sem felast í þessum breytingum heldur er markmið okkar að vera leiðandi fyrirtæki á þessu sviði,“

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen

Róbert nefndi einnig til gamans að á byggingatíma hússins hefðu iðnaðarmenn setursins drukkið um 330,000 bolla af kaffi og að á stóru vinnusvæði hafi starfsfólk gengið um 825,000 kílómetra, sem jafngildir rúmlega ferð til tungslins og til baka. Loks óskaði hann öllum starfsmönnum og samstarfsaðilum til hamingju með áfangann og sagðist vona að öll þessi ganga og sviti hafi verið þessi virði.