Skip Navigation

Til hamingju KR með Íslandsmeistara-titilinn!

Charity
30 April 2017

KR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn 2017 með yfirburðarsigri í troðfullri DHL höllinni. KR lagði sterkt lið Grindavíkur með 95-56 í fimmta leik liðanna í úrslitakeppninnar í Dominosdeild karla sem er ótrúlegur árangur. Grindvíkingar höfðu sýnt góð tilþrif í síðustu tveimur leikjum sem þeir sigruðu nokkuð sannfærandi og náðu að knýja fram oddaleik en þá sýndu KR-ingar úr hverju þeir eru gerðir og völtuðu yfir gestina.

Þetta er 7. Íslandsmeistaratitillinn sem KR vinnur frá 2007 og fjórði Íslandsmeistaratitillinn sem liðið vinnur í röð. Með sigrinum tryggði KR sér sinn 16. Íslandsmeistaratitilinn og slær með því met ÍR frá árinu 1977.

Lið KR er sérstaklega vel skipað en þrátt fyrir að úrvals leikmenn á borð við Helga Má Magnússon og Michael Craion hafi horfið á braut þá hefur liðið styrkt sig á móti með kröftum Jóns Arnórs Stefánssonar, Kristófer Acox og P.J. Alawoya sem bættist við lið KR í janúar 2017 og hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum. Í sigurleiknum var það hins vegar Brynjar Þór Björnsson sem skilaði flestum stigum í hús alls 23 stig en næstur var Kristófer Acox með 14.

Alvogen óskar KR-ingum innilega til hamingju með titilinn. Áfram KR - Allir sem einn!