Skip Navigation

The Color Run og Alvogen styðja við réttindi og velferð barna

Charity
02 June 2017

- 5 milljónum króna er úthlutað til fjögurra íslenskra góðgerðarfélaga úr samfélagssjóði hlaupsins í ár

- Barnaheill, Vímulaus æska, Vinakot og Hetjurnar njóta góðs af hlaupagleði Íslendinga

- Alls hafa góðgerðarfélög sem láta sig varða réttindi og velferð barna fengið 16 milljónir króna í styrk

Samfélagssjóður The Color Run og lyfjafyrirtækisins Alvogen veitir fjórum íslenskum góðgerðarfélögum styrk í tengslum við litahlaupið sem haldið er í miðbæ Reykjavíkur þann 10. júní og á Akureyri þann 8. júlí næstkomandi. Fimm milljónum króna verður úthlutað til Barnaheilla, Vímulausrar æsku, Vinakots og Hetjanna. Samfélagssjóðurinn var stofnaður árið 2015 þegar fyrsta litahlaupið fór fram hér á landi. Alls hefur sjóðurinn veitt 16 milljónir til góðgerðarfélaga hér á landi en á undanförnum árum.

Barnaheill vinna að mannréttindum barna með áherslu á grunnmenntun, vernd gegn ofbeldi og heilbrigði.

“Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti sem við höfum verið með í leikskólum landsins um nokkurra ára skeið og núna erum við að vinna í að aðlaga efnið fyrir fyrstu þrjá bekki grunnskóla. Þessi styrkur kemur sér ansi vel fyrir okkur því þetta verkefni er dýrt í framkvæmd og við erum afskaplega þakklát Color Run og Alvogen fyrir að hafa haft okkur með í ár,"

Erna Reynisdóttir

Framkvæmdastjóri Barnaheilla

Vímulaus æska er fyrir börn og foreldra þeirra sem eru með hegðunar-, áfengis- eða vímuefnavanda.

“Við erum mjög þakklát fyrir þennan styrk og skiptir hann gífurlegu máli fyrir starfssemina. Styrkurinn verður notaður til að efla ungmennastarfið okkar og starfið okkar með börnum og þá aðstoð sem veitt er til foreldra og ungmenna,”

Steinunn Hrafnsdóttir

Varaformaður Vímulausrar æsku

Vinakot er búsetuúrræði fyrir börn og unglinga með margþættan vanda.

“Við erum afskaplega þakklát styrktarsjóði The Color Run og Alvogen og þessi styrkur er ómetanleg búbót fyrir starfið okkar. Styrkurinn verður meðal annars notaður til að efla skólastarfið okkar svo við getum boðið upp á atvinnutilboð í sumar og skólatilboð í haust. Það eru heilmikil sóknarfæri í að efla þetta starf og viljum við því nota styrkinn til þess,”

Pétur Örn Svansson

Sálfræðingur hjá Vinakoti

Hetjurnar er félag langveikra barna á Norðurlandi.

“Hetjurnar er stuðningshópur fyrir aðstandendur langveikra barna þar sem tilgangurinn er að styrkja börnin til tómstunda, fræðslu, fara í sumarfrí og komast í almenna afþreyingu á borð við að fara í bíó og leikhús saman. Við erum þakklát The Color Run fyrir að koma norður með hlaupið í ár og án efa eiga börnin okkar eftir að njóta þess að taka þátt í þessari miklu gleði,”

Linda Rós Daðadóttir

Formaður Hetjanna

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen segir fyrirtæki sitt virkilega stolt af því að standa við metnaðarfull verkefni sem tengjast réttindum og velferð barna.

„Með samfélagssjóðnum höfum við styrkt fjölda félaga um alls 16 milljónir króna á síðustu þremur árum. Það er virkilega gaman og spennandi að taka þátt í þessu og standa við bakið á þeim félögum sem hafa notið styrkjanna,”

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen

„Við erum nú búin að styrkja átta félög og þykir okkur mikilvægt að láta gott af okkur leiða til samfélagsins með þessum hætti. Við viljum senda þakkir til þeirra sem hafa hlaupið undanfarin ár. Annars væri þetta ekki gerlegt,"

Davíð Lúther Sigurðarson

FramkvæmdastjóriThe Color Run á Íslandi