Skip Navigation

Tanya Zharov ráðin aðstoðarforstjóri Alvotech

People
18 May 2020

Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen, hefur ráðið Tanyu Zharov sem nýjan aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Tanya  mun meðal annars leiða starfsþróunar- og mannauðsmál Alvotech, verður rekstrarstjóri hátækniseturs á Íslandi og mun vinna náið með framkvæmdastjórn fyrirtækisins í áframhaldandi uppbyggingu þess á alþjóðavísu.

Mark Levick forstjóri Alvotech segir það mikinn feng að hafa fengið Tanyu til liðs við Alvotech og býður hana velkomna til starfa.

„Tanya er farsæll og reynslumikill stjórnandi og þekking hennar mun nýtast fyrirtækinu vel í áframhaldandi vexti.“

Tanya er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og á að baki farsælan feril sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslenskum fyrirtækjum. Nú síðast starfaði hún sem aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í fjögur ár, var stofnandi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital og fyrrverandi meðeigandi og skattaráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers.

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech segir það spennandi verkefni að koma inn í öflugan stjórnendahóp fyrirtækisins.

„Alvotech er að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi fyrirtækjum heims á sviði líftæknihliðstæðulyfja og ég er full tilhlökkunar að taka þátt í frekari þróun þess. Rauði þráðurinn í mínum starfsferli hefur meðal annars verið að vinna með frumvöðlum í uppbyggingu hátæknifyrirtækja og ég sé mjög áhugaverð vaxtartækifæri fyrir Alvotech á alþjóðavísu og til frekari fjárfestinga í íslensku atvinnulífi.“