Skip Navigation

Alvogen og Alvotech fögnuðu saman Alvo deginum

Business
03 October 2019

Systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech héldu upp á Alvo daginn í September. Dagurinn hefur fest sig í sessi hjá skrifstofum fyrirtækjanna um allan heim þar sem árangri og vexti er fagnað og starfsmenn gera sér dagamun. Alvogen var stofnað í september 2009 og fagnar því 10 ára afmæli sínu um þessar mundir á meðan skóflustunga að nýju hátæknisetri var tekin í október 2013 og má því segja að Alvotech fagni einnig sex ára afmæli sínu.

Á Íslandi starfa um 350 manns hjá fyrirtækjunum og hélt hópurinn til hádegisverðar í Ingólfsskála við Selfoss. Eftir formlega dagskrá með ræðum forstjóra fyrirtækjanna kom Ari Eldjárn á svið og sendi hópinn brosandi aftur í bæinn þar sem snæddur var kvöldverður.

Einn af hápunktum dagsins var þegar Róbert Wessman forstjóri Alvogen skrifaði undir viljayfirlýsingu við Sólheima fyrir hönd Alvogen og Alvotech. Samningurinn felur í sér að Sólheimar munu framvegis sjá um að jafna kolefnisspor Alvotech og Alvogen með því að gróðursetja tré á Sólheimum.

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Fjölbreytt starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðva sem báðar stunda lífræna ræktun einnig er rekið bakarí og matvinnsla. Verslun og listhús, kaffihús og gistiheimili.

Starfsfólk Alvogen og Alvotech er afar stolt af því að taka þátt í baráttunni við hamfarahlýnun með þessum hætti og hlakkar til að sjá Alvo skóginn vaxa.