Skip Navigation

Sigurvegarar Time Trial 2013

Business
07 May 2013

Alvogen Midnight Timetrial fór fram í gærkvöldi en keppt var í fjórum flokkum. Sigurvegarar í þríþrautarflokki (32 KM) voru þau Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir. Það var þó árangur Emils Tuma Víglundssonar sem kom hvað mest á óvart en hann er aðeins 16 ára og náði að hjóla brautina á næst best tíma kvöldsins. 

Alvogen Midnight Timetrial fór fram í gærkvöldi en keppt var í fjórum flokkum. Sigurvegarar í þríþrautarflokki (32 KM) voru þau Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir. Það var þó árangur Emils Tuma Víglundssonar sem kom hvað mest á óvart en hann er aðeins 16 ára og náði að hjóla brautina á næst best tíma kvöldsins.  Í götuhjólaflokki voru það svo Árni Már Jónsson og Alma María Rögnvaldsdóttir sem voru sigurvegarar kvöldins. Þá voru einnig verðlaunuð sterkustu stuðningslið kvöldsins og voru það stuðningslið Emils Tuma og Hákons Hrafns sem sigruðu þar spennandi keppni.

Þrítþrautarflokkur karla 32 KM 

 1. Hákon Hrafn Sigurðsson    45:26 
 2. Emil Tumi Víglundsson    45:37
 3. Hafsteinn Ægir Geirsson    45:42 

Þrítþrautarflokkur kvenna 32 KM 

 1. Birna Björnsdóttir    49:17
 2. María Ögn Guðmundsdóttir    52:07
 3. Stefanie Gregersen    55:44  

Götuhjólaflokkur karla 16 KM 

 1. Árni Már Jónsson    24:07
 2. Helgi Berg Friðþjófsson    24:14
 3. Ingvar Ómarsson    24:15

Götuhjólaflokkur kvenna 16 KM 

 1. Alma María Rögnvaldsdóttir    26:43
 2. Ebba S Brynjarsdottir    28:01
 3. Ása Guðný Ásgeirsdóttir    28:57

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen er styrktaraðili keppninnar sem haldin er í samstarfi við UNICEF og Rauða Krossinn. Skráningargjöld keppenda renna óskipt til samtakanna. Góðgerðasjóður Alvogen, Better Planet, mun einnig styrkja samtökin um 9 milljónir króna eftir söfnun starfsmanna fyrirtækisins í 30 löndum sem nú fer að ljúka.