Skip Navigation

Portfarma verður Alvogen

Business
11 April 2014

Lyfjafyrirtækin Alvogen og Portfarma hafa sameinað krafta sína. Portfarma hefur starfað á íslenskum lyfjamarkaði frá árinu 2005 og Alvogen á sér langa rekstrarsögu á erlendum mörkuðum. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að frá og með 1. maí næstkomandi mun Portfarma bera nafn Alvogen.

Lyfjafyrirtækin Alvogen og Portfarma hafa sameinað krafta sína. Portfarma hefur starfað á íslenskum lyfjamarkaði frá árinu 2005 og Alvogen á sér langa rekstrarsögu á erlendum mörkuðum. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að frá og með 1. maí næstkomandi mun Portfarma bera nafn Alvogen.

Hjá Alvogen starfa 2.000 metnaðarfullir starfsmenn í 34 löndum. Allir deila þeir því sameiginlega markmiði að byggja upp framsækið lyfjafyrirtæki sem verður í hópi stærstu fyrirtækja á sínu sviði í heiminum. Alvogen vinnur að þróun og skráningu um 200 lyfjaverkefna fyrir alþjóðlega markaði og undirbýr nú markaðsssetningu fjölmargra lyfja á Íslandi. Vörumerki og nafn Alvogen endurspeglar drifkraft og sérstöðu fyrirtækisins. Orðið „Alvo“ hefur merkinguna mark eða markmið og gen er tilvísun til næstu kynslóðar lyfjafyrirtækja.

Alvogen vinnur einnig að byggingu Hátækniseturs í hjarta borgarinnar sem mun hýsa evrópskar höfuðstöðvar fyrirtækisins, þróun og framleiðslu á líftæknilyfjum og innlenda starfsemi. Um 200 ný framtíðarstörf verða til í tengslum við starfsemina og Hátæknisetrið verður fullklárað í ársbyrjun 2016.

Viðskiptavinir munu áfram njóta þeirrar persónulegu þjónustu sem þeir eiga að venjast frá Portfarma og sama starfsfólkið verður í framlínunni, en nú með mun stærri fjölskyldu að baki.