Skip Navigation

Nýr upplýsingavefur um Ísland opnaður í húsakynnum Alvotech

Business
04 September 2019

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda sérfræðinga var opnaður í húsakynnum Alvotech / Alvogen í gær. VefurinnWork in Icelander upplýsingaveita sem er ætlað að laða til Íslands erlenda sérfræðinga í hátækni og sérfræðistörf.

Samtök Iðnaðarins, Íslandsstofa og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa verið í samstarfi um gerð vefsins frá byrjun árs 2018. Á vefnum eru upplýsingar um allt það sem fólk þarf að vita ef það hefur hug á að búa og starfa á Íslandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði vefinn og benti á hversu mikilvægt það er fyrir íslenskt atvinnulíf að laða hingað hæft fólk. Það þýðir að fleiri taka þátt í nýsköpun og verðmætasköpun sem er hagur okkar allra.

Ásamt Þórdísi stigu á stokk við þetta tilefni, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og stjórnarmaður Alvotech.

Árni benti á hversu mikilvægt það er fyrir Alvotech að laða sín hæfa sérfræðinga erlendis frá. Í dag eru um 100 erlendir sérfræðingar sem starfa hjá Alvotech á Íslandi og ljóst er að þörf er á enn fleira fólki. Work in Iceland mun nýtast sem mikilvægt tól til að sannfæra fleira hæft fólk að flytjast til Íslands og mun gera starf Alvotech við ráðningar auðveldara í framtíðinni.