Skip Navigation

Alvogen kaupir Bandarískt lyfjafyrirtæki

Business
07 March 2016

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur tilkynnt um fyrirhuguð kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu County Line. Með kaupunum styrkir Alvogen markaðsstöðu sína í Bandaríkjunum og vöruframboð fyrirtækisins eykst.

Kaupin á County Line skapa góð tækifæri til áframhaldandi vaxtar Alvogen í Bandaríkjunum sem er stærsti einstaki markaður fyrirtækisins. Árlegar tekjur County Line eru yfir 13 milljarðar króna (100 milljónir bandaríkjadala). Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu lyfja sem eru flókin í þróun en County Line er í dag með 12 lyf á markaði í Bandaríkjunum og níu lyf til viðbótar eru væntanleg á markað á þessu ári.

„Alvogen hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og staða okkar á stærsta lyfjamarkaði heims hefur nú styrkst enn frekar. Sérhæfing okkar í Bandaríkjunum liggur í því að þróa og markaðssetja lyf sem eru flókin í þróun en þau lyf hafa oft á tíðum minni samkeppni. Á undanförnum árum höfum við byggt upp sterkt orðspor fyrir áreiðanleika og góða þjónustu á mörkuðum okkar og munum halda því áfram. County Line er framsækið fyrirtæki og lyfjasafn þeirra er góð viðbót við vöruframboð okkar sem mun styðja við frekari vöxt Alvogen á komandi árum,“

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen

Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki bandarískra samkeppnisyfirvalda.