Skip Navigation

Til hamingju KR með Íslandsmeistara-titilinn

Charity
23 September 2019

KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla með sigri gegn Val 0-1 á Hlíðarenda á mánudagskvöldið 19.september, þegar tvær umferðir voru enn eftir af Pepsi Max deildinni.

Sigurmarkið kom strax á fjórðu mínútu en það var Pálmi Rafn sem setti boltann í markið eftir góða sókn.

Það var því góð stemming í Vesturbænum í gær þegar KR tók á móti bikarnum eftir sigurleik á móti FH. Lokatölur leiksins voru, 3-2 KR-ingum í vil og Íslandsmeistararnir nú komnir með 11 stiga forystu á Breiðablik í 2. sætinu þegar ein umferð er eftir.

Þetta er hvorki meira né minna en 27. Íslandsmeistara-titill liðsins.

Alvogen óskar KR-ingum innilega til hamingju.

Áfram KR - Allir sem einn!