Skip Navigation

KR Íslandsmeistari í fimmtánda sinn

Business
29 April 2016

Alvogen óskar KR-ingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu í æsispennandi leik við Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði 84-70, í fjórða úrslitaleik liðanna. Alvogen er einn af aðalbakhjörlum körfuknattleiksdeildar KR.

Með sigrinum urðu KR-ingar Íslandsmeistarar í körfuknattleik þriðja árið í röð en liðið varð einnig bikarmeistari og deildarmeistari fyrr í vetur og því má segja að yfirburðir þeirra á þessu tímabili hafi verið miklir.

Staðan í einvíginu var 2:1 fyrir leik liðanna og lengi framan af var jafnræði með liðunum. Í fjórða leikhluta tók þó að skilja á milli og að lokum var munurinn orðinn of mikill fyrir Hauka og segja má að reynsla KR og fjölhæfni hafi þar skilað þeim í örugga höfn.

KR er sigursælasta lið landsins í körfubolta karla en eftir þennan sigur hafa þeir samtals hlotið 27 Íslands- og bikarmeistaratitla. Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.