Skip Navigation

KR bikarmeistari í 11. sinn

Charity
16 February 2016

Körfuknattleikslið KR-inga varð bikarmeistari á laugardaginn í ellefta sinn í sögu félagsins þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn, 95-79. Uppselt var í Laugardalshöll í fyrsta sinn í bikarkeppninni og mögnuð stemning í spennandi og fjörugum leik.

KR-ingurinn Helgi Magnússon var valinn besti maður leiksins en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok tímabils. Þetta var fjórða tilraun Helga að titlinum stóra sem nú er á leið aftur í Vesturbæinn.

Leikurinn var í járnum í hálfleik en í þriðja leikhluta sýndu KR-ingar styrk sinn og sigu fram úr og Þórsarar náðu ekki að ógna forskoti þeirra fyrrnefndu.

Alvogen óskar KR-ingum til hamingju með bikarmeistaratitilinn. Fyrirtækið hefur verið einn af aðalbakhjörlum körfuknattleiksdeildar KR frá árinu 2015 og bakhjarl knattspyrnudeildar frá árinu 2013.