Skip Navigation

Suðupotturinn Ísland

Charity
08 December 2015

Hvernig byggjum við fordómalaust samfélag? Í kjölfar hryðjuverkanna í París bar talsvert á fordómafullum ummælum í garð fólks af erlendum uppruna. Jafnvel flóttafólks sem er einmitt að flýja stjórnlaust ofbeldi í heimalöndum sínum.

Rauði krossinn á Íslandi, í samstarfi við lyfjafyrirtækið Alvogen, býður til borgarafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 9. desember, kl. 20.00. Þar verða flutt stutt erindi um íslenska sjálfsmynd, umburðarlyndi og framtíð íslensks samfélags án aðgreiningar og fordóma. Að erindum loknum verður opnað fyrir umræður.