Skip Navigation

Hátæknisetur í Vatnsmýri hlýtur menningarverðlaun DV fyrir arkitektúr

Business
17 March 2017

Hátæknisetrið var valið úr hópi margra glæsilegra bygginga sem teknar voru í notkun á árinu. Hönnuðir hússins eru PKdM arkitektum sem hannað hafa margar fallegar íslenskar byggingar á undanförnum árum.

Í umsögn dómnefndar segir m.a.:

„Listaverk leika stórt hlutverk í upplifun á rýmum utan sem innan. Við norðurenda lóðar er listaverk eftir Sigurð Guðmundsson og stórt vegglistaverk eftir Erró skreytir matsalinn á efstu hæð. Vinnurými eru björt, opin og mjög vel skipulögð. Efnisval og litaval er einfalt en þar sem ólík efni eða litir mætast er gaumur gefinn að bestu lausn hverju sinni. Vegna starfseminnar er þó nokkuð af lokuðum flötum á úthliðum.Markvisster unnið að því að brjóta upp skalann með opnum og lokuðum flötum, lóðréttum og láréttum línum í forsteyptum einingum. Það gefur byggingunni manneskjulegan mælikvarða og aðlagar hana að næsta nágrenni. Aðalinngangur er gerður sýnilegri með lóðréttu líparíti. Deili, utan og innan, eru úthugsuð og fáguð í sínum einfaldleika. Að mati dómnefndar er byggingin einstaklega fallegt dæmi um velheppnaða samvinnu og metnað allra þeirra aðila sem komu að verkinu, bæði á hönnunar- og framkvæmdatíma, til að skila af sér vönduðu og fagmannlegu handverki.“

Alvogen og Alvotech vilja nýta þetta tækifæri til þess að þakka bæði hönnuðum og verktökum sem komu að byggingu Hátæknisetursins fyrir vel unnin störf sem allir geta verið stoltir af.